Sunday, March 1, 2009

ferming/brúðkaup - confirmation/wedding

This post will mostly be in icelandic but I hope you enjoy the cards.
---
Stelpuferming


Kortin eru gerð úr Urban Prairie pappírnum frá Basic Grey. Hægt er að einfalda þau með því að taka eitt undirlag í burtu (annað hvort það græna eða bleika s.s.) og í staðinn fyrir að klippa út krossa þá er hægt að stimpla krossana. Ég bætti við glimmeri á krossana. Brúnu doppurnar vinstra megin á kortunum eru bara gerð með venjulegum gatara. Hægt er að svissa út krossunum fyrir kjóla. Ég hef t.d. bara brotið saman prentarapappír og teiknað helming af kjól á brotið og klippt út og voilá! þá er komið kjólamót ;)
Strákaferming

Þetta kort er gert eftir sömu "skissu" og stelpukortin en er aðeins einfaldara. Hérna væri líka hægt að stimpla kross í stað þess að klippa hann út. Pappírinn sem er notaður hér er úr Granola línunni frá Basic Grey. Svo er hægt að skipta krossinum út fyrir bindi ;)
Brúðkaup
Ef þið eruð að spá í boðskortum í brúðkaup ekki þá hafa of mikið af smáatriðum. Þó það sé flott að hafa alls konar smáatriði þá þarf líka að spá í hversu mörg kort þarf að gera. Ef maður er að senda út 100-200 boðskort þá bæði tekur styttri tíma að gera einföld kort og það sparar í kostnaði.


Þessi tvö kort eru gerð úr bæði Granola og Urban Prairie. Ég vildi nota blúndu á kortin en eftir mikla leit í dótinu mínu þá gafst ég upp og tók fram pöns. Ég mæli ekki með því að nota svona pöns fyrir boðskort, það er bæði tímafrekt og hætta á krampa í höndum ;) Blúnda er tilvalin fyrir boðskort. Svo er jafnvel hægt að skipta út riflaða pappírnum fyrir breiðum borða. Hægt er að sleppa tölunum á hjörtunum og setja kannski smá glimmer í staðinn.
Ef þið viljið fínlegri kort þá er hægt að skipta út litum, nota hvítt/svart/rautt, hvítt/svart/gyllt, svart/gyllt/rautt o.s.frv.

Þetta kort er svolítið litríkt en mér fannst litirnir bara svo flottir saman. Ég notaði pappír úr Urban Prairie línunni. Hægt er að skipta hringnum út fyrir stórt Petaloo blóm og setja eitt stórt hjarta inn í blómið í staðinn fyrir öll litlu hjörtun. Og hægt er að skipta út litunum eins og ég sýndi fyrir ofan.
Pappírinn í kortin fæst í Skröppu
---
The patterned paper in these cards is from Basic Grey's Granola and Urban Prairie collections. When I made the weddingcards/invitations I had "tying the knot" in mind when I put the buttons with the ribbons on them.

TFL

4 comments:

Bryndís said...

Þetta er nottla bara geggjað flott eins og allt sem þú gerir :) Mér finnst fyrsta fermingarkortið alveg sérstaklega flott!

Eveline said...

You are right, I haven't got a clue what your are saying but the cards are beautiful.
Eveline.

Sonja said...

vááá æðislega flott kortin þín Hulda :)

Anonymous said...

Þau eru alltaf svo flott kortin þín. Og ég er sammála Bryndís að efsta fermingarkortið er geggjað.
Kv. Liljakr